Svona verður skrifstofan heima þægilegri og skilvirkari

Sífellt fleiri kjósa að vinna að heiman, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi eða sambland vinnu að heiman og á vinnustaðnum.

Meðal kosta þess að vinna að heiman má nefna, meira frelsi og sveigjanleika, bætt jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sparnaður. Tala nú ekki um að geta drukkið kaffið úr uppáhalds múmínbollanum

Noom stóll og Longo borð fáanlegt í sérpöntun í ýmsum litum

Svo að vinnan verði árangursrík og þægileg, er mikilvægt að skipuleggja skrifstofuna heima fyrir

Hér koma nokkur ráð:

Veldu stað sem er fjarri sjónvarpi og forðastu að hafa skrifstofuna á gangvegi, til að losna við truflun

Hafðu birtustig í huga, gott að horfa til náttúrulegrar birtu, líklegast er að þú þurfir að bæta við lýsingu við skrifstofuaðstöðuna.

Komdu skipulagi á skrifborðið

Hafðu raftengi í huga, hvernig á að hlaða snjalltækin? (sjá hleðslulok hér) Hvert fara snúrurnar? Þarftu að hafa gat í borðinu? Kapalbakka undir eða fjöltengi undir borðinu? Vel skipulögð og stílhrein skrifstofuaðstaða býr til jarðveg fyrir árangursríka vinnu

Þegar þú hefur valið rýmið , þá er gott skrifborð og góður skrifborðsstóll lykilatriði

Æskilegast væri að fá hækkanlegt skrifborð til að fá meiri fjölbreytni í líkamsstöðu og eins og til dæmis Ergolift rafmagnsborð. Hækkanleg borð hjálpa þér ekki aðeins að standa upp heldur hjálpa þér að hvíla axlir og herðar því að borð er stillt í rétta hæð, þ.e. að olnbogi sé í aðeins meira en 90 gráðum á borðinu þannig að handleggir hvíli á borðinu.

Hafðu í huga að augnhæð á að vera við efri hluta skjás. Til þess að svo megi vera er oft nauðsynlegt að vera með skjá festan við skjáhaldara sem er stillanlegur svo rétt hæð náist.

Håg Futu 1100 skrifborðsstóll er fáanlegur í ýmsum litum

Veldu stól sem heldur þér á hreyfingu og fer vel með þig

Við val á skrifborðsstól er æskilegt að hafa fyrst og fremst heilsu þína í huga, oft eru skrifborðsstólar sem valdir eru heima fyrir ódýrari en á vinnustaðnum, þó er mikilvægt að vera með stól sem dregur ekki úr heilsu, líðan og vinnuframlagi. Veldu stól sem ýtir undir fjölbreytni og hreyfingu og er með stillanlega hæð á mjóbaki eða bakhæð og stillanlegri setudýpt til viðbótar við að vera hæðarstillanlegur. Þessir stillimöguleikar eru nauðsynlegir svo þú getir verið viss um að stóllinn passi þér. Dæmi um þannig stól frá okkur er Håg Futu, sem er einfaldari útgáfa af gæða stólum sem teknir eru á vinnustaði en engu er til sparað er varðar gæði og heilsu notandans. Håg Futu er einnig vinsæll sem aðal skrifborðsstóll fyrirtækja og stofnana.

Håg Futu 1200 skrifborðsstóll hentar vel bæði heima fyrir og á vinnustaði, ath aðeins öðruvísi bak á mynd

Viltu fræðast meira? Kíktu á pistil okkar: Hvað kostar góður skrifborðsstóll?

Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG Skrifstofuhúsgagna

Þýdd grein frá birgja okkar Actiu á Spáni með breytingum og viðbótum um skrifborðsstóla

Hvað kostar góður skrifborðsstóll?

Þú getur keypt þér skrifborðsstól fyrir um 30 þúsund krónur. Verði svoleiðis stóll fyrir valinu er allt eins líklegt að þú munir standa aftur á byrjunarreit að leita þér að nýjum stól innan tveggja ára. En hvað kostar góður skrifborðsstóll? Það er stóll sem endist og hjálpar þér að halda góðri setustöðu og á hreyfingu meðan setið er.

Of ódýrir skrifstofustólar geta verið dýrari til lengdar

Líklegt er að ódýrir skrifborðsstólar séu óvandaðir og passi þér ekki í stærð sem veldur því að stóllinn ýti undir ranga setustöðu. Slíkt til lengri tíma getur valdið krónískum stoðkerfisvandamálum og jafnvel breytt líkamsstöðu þinni til hins verra. Oft eru svoleiðis stólar ekki með samhæfða hreyfingu baks og setu sem þýðir bara eitt stóllinn mun halda þér í kyrrsetu. Kyrrseta hefur verið tengd við fjöldan allan af sjúkdómum svo sem hjartasjúkdóma, ýmsar tegundir af krabbameini og sykursýki 2. Rekja má kyrrsetu beint til 3,8% allra dauðsfalla í heiminum í dag.

6 eiginleikar sem einkenna góðan skrifborðsstól

  • Stuðningur við mjóbak
  • Hæðarstillanlegt bak eða stillanleg hæð á mjóbakspúða
  • Stillanleg setudýpt til að stilla rétt stuðning við mjóbak og stuðning undir læri
  • Stillanlega arma sem ættu að vera aftarlega til að þú komist sem næst borðinu
  • Samhæfð hreyfing baks og setu hvetur þig til hreyfinga
  • Lengri ábyrgð, helst um 10 ár, þú vilt fjárfesta í stól sem er ekki með vesen og er ekki að bila/slitna hratt.

Bónus: Til að stóllinn nýtist sem best er best að vera með hækkanlegt skrifborð

Svo þú getir hvílt olnboga í réttri hæð á borðinu miðað við setustöðu hverju sinni og í mismunandi hæð í setustöðu og svo þú getir staðið inn á milli.

Hvað kosta svona stólar almennt í dag?

Að meðaltali eru skrifborðsstólar sem uppfylla ofangreindar kröfur á 173.191 kr á markaðnum samkvæmt síðustu verðkönnun okkar þann 28.janúar 2019 (miðgildi var 171.400 kr). Inn í verðkönnun okkar tókum við inn 22 skrifborðsstóla frá 5 mismunandi fyrirtækjum.* Stólar sem voru yfir 300.000 kr voru ekki teknir inn því slíkir stólar eru oft sérhæfðari og eftirspurn er minni eftir þeim.

Stólar sem við erum að selja og bendum á í þessu sambandi eru:

Góður skrifborðsstóll kostar í flestum tilfellum aðeins meira en nýr Iphone eða Samsung sími en hafa verður í huga að hann mun endast þér mun lengur.

Heimildir:

The Potential Yield of Non-Exercise Physical Activity Energy Expenditure in Public Health

All Cause Mortality Attributive to Sitting Time

Back 2 í Bretlandi (https://www.back2.co.uk/)

*Hægt er að biðja um að fá sendan allan listann yfir stóla og verð í síðustu verðkönnun okkar. Sendu mér póst á kristjan@skrifstofa.is 

Myndir eru úr myndabanka Shutterstock

  • Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG Skrifstofuhúsgögn

5 sjálfbærir norrænir stólar

Í helgarblaði Fréttablaðsins 30.mars var fjallað um fimm sjálfbæra norræna stóla sem voru til sýnis á Hönnunarmars. Skrifborðsstóllinn Håg Capisco var þar fyrir hönd Noregs.

Hvað er svona umhverfisvænt við Håg Capisco?

Kolefnisfótspor við framleiðslu stólsins er aðeins um 45kg, ekkert lím eða hættuleg efni eru notuð, 48% úr endurunnum efnum og plastefni stólsins er endurunnið úr plasti sem kemur frá heimilum. Tímalaus hönnun yfir 30 ár á markaðnum, hægt að skipta um áklæði (með hjálp frá seljanda) og inniheldur fáa hluti sem auðvelt er að taka í sundur. Håg Capisco er einnig fyrsti skrifborðsstóllinn til að hljóta svansvottun.

Smelltu hér til að lesa meira um verðlaunin