Pöntunarlisti

  Pöntunarlisti

  0 Vörur  - 0 kr

  Hvað kostar góður skrifborðsstóll?

  Þú getur keypt þér skrifborðsstól fyrir um 30 þúsund krónur. Verði svoleiðis stóll fyrir valinu er allt eins líklegt að þú munir standa aftur á byrjunarreit að leita þér að nýjum stól innan tveggja ára. En hvað kostar góður skrifborðsstóll? Það er stóll sem endist og hjálpar þér að halda góðri setustöðu og á hreyfingu meðan setið er.

   

  Of ódýrir skrifstofustólar geta verið dýrari til lengdar

  Líklegt er að ódýrir skrifborðsstólar séu óvandaðir og passi þér ekki í stærð sem veldur því að stóllinn ýti undir ranga setustöðu. Slíkt til lengri tíma getur valdið krónískum stoðkerfisvandamálum og jafnvel breytt líkamsstöðu þinni til hins verra. Oft eru svoleiðis stólar ekki með samhæfða hreyfingu baks og setu sem þýðir bara eitt stóllinn mun halda þér í kyrrsetu. Kyrrseta hefur verið tengd við fjöldan allan af sjúkdómum svo sem hjartasjúkdóma, ýmsar tegundir af krabbameini og sykursýki 2. Rekja má kyrrsetu beint til 3,8% allra dauðsfalla í heiminum í dag.

  Hvaða eiginleika hefur góður skrifborðsstóll?

  Stuðning við mjóbak

  Hæðarstillanlegt bak eða stillanlega hæð á mjóbakspúða

  Stillanleg setudýpt til að hafa áhrif á stuðning við mjóbak og undir læri

  Stillanlega arma sem ættu að vera aftarlega til að þú komist sem næst borðinu

  Samhæfð hreyfing baks og setu hvetur þig til hreyfinga

  10 ára ábyrgð, þú vilt fjárfesta í stól sem endist og er ekki að bila/slitna hratt.

  Viðbót: Til að stóllinn nýtist sem best er best að vera með hækkanlegt skrifborð

  Svo þú getir hvílt olnboga í réttri hæð á borðinu miðað við setustöðu hverju sinni og í mismunandi hæð í setustöðu og að geta staðið inn á milli.

  Verðkönnun 22.febrúar 2018

  Við rannsókn á netinu eftir skrifborðsstólum sem standast ofangreindar kröfur þá fundum við eftirfarandi stóla í stafrófsröð, stólarnir eru ekki allir eins í gæðum og eiginleikum heldur eru hér settir fram stólar sem standast ofangreindar kröfur sem við teljum að skrifborðsstólar þurfi til að geta talist "góðir".

  Alu Medic verð frá 196.900

  ErgoMedic 100 línan skrifborðsstólar verð frá 169.900

  Håg Capisco 8106 Góð kaup verð 113.832

  Håg Futu Góð Kaup 59.900

  Håg Sofi netbak verð 129.900

  Håg 5500 Góð kaup verð  89.900

  Håg 9220 tilboðsverð 195.000 (almennt verð 234.188)

  Herman Miller Aeron Remastered verð 312.375

  Herman Miller Embody verð 373.920

  Herman Miller Mirra 2 verð 237.375

  RH Mereo verð 124.992

  Verð voru skoðuð þann 22.febrúar 2018 og eru með vsk.

  Athygli vekur að Herman Miller stólar eru hærri í verði en aðrir stólar á listanum. Við skoðun á verði þeirra má sjá að t.d. í Bretlandi hjá Back 2 er um 15% verðmunur á Håg og Herman Miller en á Íslandi er munurinn um 68%*. Einhverra hluta vegna eru verð á Herman Miller stólum hærri á Íslandi en annarstaðar hjá nágrannalöndunum. Håg skrifborðsstólar eru einnig aðeins lægra verði á Íslandi heldur en í Bretlandi.

  Af þeim skrifborðsstólum sem hér eru taldir vera góðir þá eru verðin:

  Hjá Eg Skrifstofuhúsgögnum frá 59.900

  Hjá Hirzlunni frá 169.900

  Hjá Pennanum frá 237.375

  Ástæðan fyrir að lægsta verð hjá EG Skrifstofuhúsgögnum er svo mikið lægra er að Håg Futu er eini stóllinn á markaðnum sem er með öllum nauðsynlegum stillingum og 10 ára ábyrgð. Flestir stólar á þessu lága verðbili eru með mest 5 ára ábyrgð.

  Af þeim 11 skrifborðsstólum sem teknir voru inn í verðkönnun þessa er meðalverð á stólunum 181.636 kr með vsk. Góður skrifborðsstóll kostar því í flestum tilfellum aðeins meira en nýr Iphone eða Samsung sími og mun líka endast þér mun lengur.

   

  *Borin voru saman verð á 4 týpum hjá bæði Håg og Herman Miller sem eru bæði seld hér innanlands og í sömu verslun Back 2 í Bretlandi. Herman Miller: Sayl, Embody, Mirra 2 og Aeron Remastered borin saman við håg Futu, 9220, Sofi og Capisco. Öll verð sem borin voru saman eru almenn verð en ekki tilboðsverð. 

   

  Heimildir:

  The Potential Yield of Non-Exercise Physical Activity Energy Expenditure in Public Health

  All Cause Mortality Attributive to Sitting Time

  Back 2 í Bretlandi (https://www.back2.co.uk/

  Hirzlan vefsíða 22.febrúar 2018 (hirzlan.is)

  Penninn vefsíða 22.febrúar 2018 (penninn.is) 

  Skilgreining: Þegar hér er talað um “góðan skrifborðsstól” er átt við stól sem hefur allar helstu heilsuvænar stillingar sem hjálpa þér að ná góðri setustöðu og fá réttan stuðning í leiðinni. Góður skrifborðsstóll þarf líka að ýta undir hreyfingu og hafa minnst 10 ára ábyrgð á undirstelli. 

  Ábyrgðir á stólum á listanum: Herman Miller skrifborðsstólar eru með 12 ára ábyrgð og 5 ára ábyrgð á neti, hæðarpumpu og armpúðum. Håg skrifborðsstólar eru með 10 ára ábyrgð á öllum varahlutum og Alu og Ergo Medic eru með 10 ára ábyrgð en 5 ára á neti, pumpu og dondola kerfi. 

   

  Myndir eru úr myndabanka Shutterstock

   

  -Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG Skrifstofuhúsgögn

  Hvernig á að sitja við vinnu?

  Berglind Helgadóttir sjúkraþjálfari ræddi við okkur um hvernig á að sitja við skrifborðsstól og standa við skrifborð. Þar kemur meðal annars fram að hækkanlegt skrifborð þarf að vera stillt í rétta hæð og nota á olnboga á borð til að hvíla axlir og herðar við vinnu. Gott er að sitja hærra en 100 gráður til að mjaðmir og hryggur séu í réttri stöðu. Hælar eiga að ná í gólf og við þurfum að vera í jafnvægi í stólnum. 

  Smelltu hér að neðan til að sjá viðtalið

   

   

   

   

  Verðlækkun 1.mars 2017

  Frá og með deginum í dag lækkum við almenn verð um 10%. Við viljum að viðskiptavinir okkar njóti góðs af hagstæðu gengi. Lækkunin nær yfir allar innfluttar vörur sem eru meginþorri af vöruúrvali okkar. 

  Hjá okkur færðu meira virði fyrir peninginn

  5 heitir straumar á skrifstofunni árið 2017

   

   

  Í byrjun síðasta árs fórum við yfir 5 helstu strauma fyrir árið 2016 og vorum ekki fjarri lagi. Hvít borð komu sterk inn gegn öðrum klassíkari litum eins og beyki og eik. Vinsælt hefur verið fyrir skrifstofur sem skipta út borðum í áföngum að fara yfir í hvítan lit og sleppa þannig við að blanda saman ólíkum viðarlitum. Heilsuvæn húsgögn voru ráðandi þar sem rafmagnsborð og heilsuvænir skrifborðsstólar héldu áfram að rjúka út eins og heitar lummur.

  Fyrir árið 2017 er því spáð að:

   

  1.Sveigjanlegt skipulag ráði för 

  Í takt við síbreytilegar þarfir. Vinnuaðstaða þar sem auðvelt er að breyta um stað í takt við þarfir hverju sinni. Þú getur unnið í einrúmi, farið á teymisfund í næsta rými og eftir fundinn skipulagt vinnuna í sófanum til hliðar.

   

  2. Fjölnota húsgögn verða vinsælli sem hægt er að raða upp á ýmsa vegu.

  Til að ýta undir sveigjanleika og fjölbreytileika. Einn daginn eru húsgögnin fyrir biðstofu síðar um daginn fyrir hópefli eða fundarhöld.


  Bend sófalína ný vara. Hönnun: Stone Designs

  3. Innbyggð tækni færist í aukana

  Við viljum geta unnið í hverju horni í takt við ólíkar þarfir á hverjum tíma og þá þarf að vera hægt að hlaða símana og fartölvurnar og helst snertilaust. Við erum samt enn að bíða eftir borðinu sem gefur þér rafstraum ef þú kíkir á símann á fundi.  


   

  4. Heilsan í fyrirrúmi í hönnun


  Því er spáð að grænn verði litur ársins 2017. Hér má sjá nýja skermveggi sem byrja í sölu í janúar. 

   

  Fyrir heilsuvænan vinnustað þarf að hafa margt í huga svo sem hækkanleg rafmagnsborð, svæði fyrir samvinnu og vinnu í einrými, þægindi, loftflæði, lýsingu, plöntur og svo það mikilvægasta ávaxtaskálin. Allt spilar þetta sinn þátt í bættri heilsu og auknum árangri. Ástundun núvitundar mun aukast á vinnustaðnum bæði fyrir streitulosandi áhrif en einnig til að þjálfa og viðhalda vitund og einbeitingu, Þú getur kynnt þér meira um núvitund á vinnustaðnum hér

   

  5.Plöntur halda áfram að breiða úr sér um vinnustaðinn

  Okkur líður vel í kringum plöntur þær draga úr streitu og hafa jafnvel lofthreinsandi áhrif.

   

  Aðrir straumar sem nefndir voru til sögunnar voru ólíkir litir fyrir sérhver rými, til að hafa áhrif á stemmingu. Að vinnuborðin séu ekki persónuleg heldur almenn og þá er setið við mismunandi borð eftir dögum. Þetta fyrirkomulag hefur aðeins sést hérlendis líkt og í nýjum höfuðstöðvum Íslandsbanka. 

  5 daglegar ákvarðanir sem hafa mikil áhrif á heilsu þína

  Á hverjum degi tekur þú tugi ákvarðana sem hafa áhrif á heilsu þína til framtíðar. Þú tekur eftir sumum ákvörðunum eins og þegar þú leyfir þér kökusneið í kaffinu en aðrar ákvarðanir eru teknar óafvitandi af vana. Hér að neðan koma fimm ákvarðanir sem skipta sköpum fyrir bætta heilsu til framtíðar.

  1.     Að gefa sér tíma fyrir hugleiðslu

  Ef þú tekur þér einungis tíu mínútur í hugleiðslu að morgni fyrir vinnu þá dregur það verulega úr næmni þinni fyrir streitu yfir vinnudaginn. Þú munt finna hvað athyglin verður skýrari og þú hefur betri stjórn á tilfinningum.  

  Áhrifin eru ekki einungis andleg heldur dregur hugleiðsla úr magni streituhormónsins cortisol og styrkir ónæmiskerfið.

  Ef hugleiðsla er of stórt skref fyrir þig eins og er. Prófaðu að bæta inn meiri núvitund inn í líf þitt. Það gerir þú með því að stoppa aðeins við og taka eftir. Þú getur prófað að borða morgunmatinn í þögn án þess að að gera neitt annað og veita matnum athygli eða prófa að taka eftir taka eftir hvernig þér líður í líkamanum núna án þess að dæma.

  Meira að segja uppvask getur verið núvitundaræfing

  Að breyta uppvaski í núvitundaræfingu hefur gert uppvaskið svo mikið léttara hjá mér. Þá er öll athyglin á verkinu. Galdurinn er að fylgjast með eins og þú sért að sjá leirtau verða hreint í fyrsta sinn.

  2.     Að vinna rétt

  Oftar en ekki horfum við framhjá þessum hluta þegar kemur að heilsu.

  Margra klukkustunda kyrrseta gerir okkur viðkvæmari fyrir svo mörgum sjúkdómum að það er ekki hægt að nefna þá alla hér.

  Nægir að nefna: Hjartasjúkdómar, sykursýki, krabbamein, of hátt kólesteról, svefnleysi, bakverkir, þunglyndi og gigt.

  Sumir segjast vinna best í kyrrstöðu hinsvegar sýna rannsóknir að kyrrseta er tengd við mun minni afköst.

  Hvað get ég gert? Haltu þér sem mest á hreyfingu en gættu þess þó að fá hvíld inn á milli. Fjölbreytileiki í vinnustöðu er málið.  

  Við hjá EG Skrifstofuhúsgögnum sérhæfum okkur að bjóða upp á húsgögn, stóla og smávörur sem tryggja heilbrigða vinnuaðtöðu. Hjá okkur færðu rafmagnsborð sem þú getur staðið við, skrifborðsstóla sem ýta undir fjölbreytileika og hreyfingu (eins og t.d. Håg Capisco), hreyfimottu, bakpúða, fóthvílur og fleira.

  3.Það sem þú borðar

  Þú veist alveg hvað þú átt að forðast. Það eru unnar matvörur sem innihalda of mikið af mettaðri fitu, sykri og salti. Stefndu að því að borða óunninn alvöru mat í eins miklum mæli og mögulegt er. 

  Veldu mataræði byggt á óunnum mat sem hentar þínum lífstíl. Besta mataræðið er það sem þú getur haldið þig við. Hvort sem það er lágkolvetnafæði, vegan eða miðjarðarhafsmataræði.  

  4.Að stunda líkamsrækt

  Líkami okkar var þróaður fyrir hreyfingu. Við eigum að hlaupa, lyfta, ýta og henda. Við styrkjumst við hreyfingu en verðum veikari við hreyfingarleysi. Á vef landlæknis er talað um 30 mínútur á dag en nýlegar rannsóknir hafa gefið vísbendingu um að líkamsrækt 60 mínútur á dag sé betra viðmið

  Best er að ná fjölbreyttri hreyfingu, sem eflir, úthald, styrk og liðleika.

  5.Að gefa sér nægan tíma í svefn

  Síðasta stóra ákvörðun dagsins. Við vitum alveg að við eigum að miða við sjö til átta klukkustundir á dag. En erum við öll að fylgja því? Settu svefninn í fyrsta sætið.

  Hafðu einnig í huga að skapa réttar aðstæður svo svefninn verði sem bestur. Passaðu að það sé myrkur, hafðu opin glugga fyrir ferskara loft, ef þú sefur laust er gott hollráð að venja sig á eyrnatappa og haltu þér frá öllum snjalltækjum klukkustund áður en þú ferð að sofa. Hljómar auðvelt en kannski meira en að segja það fyrir marga. Allt verður þó á endanum auðvelt þegar það er komið í vana.

   

  Höfundur: Kristján Andri Jóhannsson

   

  Heimildir:

  The Telegraph: Six daily decicions that can make or break your health.

  Get Up: Why your chair is killing you bók eftir James A Levine, MD.

  Authoritynutrition.com 21 reason to eat real food og 9 weight loss diets reviewed.

  Mindful.org

  Fimm leiðir til að sigrast á siðdegisþreytunni

  Kannast þú við að þreyta hellist yfir þig seinnipart dags í vinnunni? Líkt og þoka skelli á milli klukkan 14 og 17. Síðdegisþreyta er raunverulegt, líffræðilegt fyrirbrigði sem margir upplifa.

  Það þarf samt ekki að þýða að þú þurfir að láta eftir. Hér að neðan koma nokkur auðveld ráð til að  koma huga og líkama aftur í gang.

  1.Teygjur

  Að teygja í einungis 20 sekúndur getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega orku. Sérstaklega ef þú hefur setið í nokkrar klukkustundir. Stattu upp og láttu hendur snerta tær. Önnur góð teygja er að standa beint og lyfta höndum upp fyrir haus.

  2. Lokaðu augunum í tvær mínútur.

  Að horfa alltaf á skjá virkar mjög þreytandi fyrir augun en einnig fyrir huga.  Lokaðu augunum og gefðu þér tíma til að sitja kyrr. Gættu þess samt að gera það í kaffitíma ef þú ert flugumferðastjóri.

  3.Taktu til

  Þegar það er hreint þá verður allt miklu skýrara og hugur og líkami fylgir með. Taktu þér tíma í að taka til á borðinu þínu, vaska upp nokkra diska.

  4. Hringdu í vin

  Það mun gera daginn þinn betri og daginn þeirra.

  5. Farðu í göngurúr

  Það er eitthvað við ferskt loft sem hressir þig við . Auk þess sem loftið innanhúss getur orðið frekar þungt. Kíktu út, jafnvel þó það sé ekki nema í fimm mínútur. Þú munt finna muninn.

   

   

  Grein þýdd frá Mindful.org

  NÝ RANNSÓKN SÝNIR FRAM Á MIKILVÆGI HREYFINGAR GEGN NEIKVÆÐUM ÁHRIFUM KYRRSETU

  Fyrir einstaklinga við ágæta heilsu ætti ein klukkustund á dag af líkamsrækt að koma í veg fyrir aukna dánartíðni vegna kyrrsetu. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem birt var í læknatímaritinu Lancet. Rannsóknin skoðaði gögn úr 13 rannsóknum sem náðu yfir rúmlega milljón manns. Kyrrseta hefur áður verið tengd við hjartasjúkdóma, sykursýki og ákveðnar tegundir krabbameina. Þessi rannsókn skoðaði nánar samspil þess hversu lengi er setið og lengd líkamsræktar samanborið við dánartíðni yfir 2-14 ára tímabil.

   

  Árleg dauðsföll vegna kyrrsetu eru áætluð vera á heimsvísu 5,3 milljónir samanborið við 5,1 milljón dauðsföll tengd reykingum.

   

  Fólki var skipt upp í nokkra hópa eftir hve mikla líkamsrækt það stundaði. Hópurinn sem stundaði mesta hreyfingu eða um 60-75 mínútur á dag kom best út. Einnig var fólki skipt í hópa eftir hve lengi það sat yfir daginn. Þeir sem sátu lengur en átta klukkustundir og hreyfðu sig í innan við fimm mínútur á dag voru í mestri áhættu. Dánarlíkur þeirra reyndust vera svipaðar og hjá reykingafólki.

   

  Lesa má úr niðurstöðunum að það breytir miklu að reyna að sitja innan við 8 klst á dag og hreyfa sig eins mikið og mögulegt er hverju sinni.

   

  Hefur þú ekki tíma fyrir hreyfingu í dag? Reyndu að sitja innan við átta klukkustundir í dag.

   

  Draga má úr áhættu sem skapast vegna hreyfingarleysis með því að sitja skemur en átta klukkustundir á dag. Það er ef þú nærð ekki að stunda líkamsrækt í dag þá að minnsta kosti ekki sitja stóran hluta dagsins. Að sitja í innan við fjórar klukkustundir á dag reyndist hafa best áhrif.  

   

  Neyðist þú til að sitja lengi í dag? Reyndu að hreyfa þig eftir vinnudaginn/ferðalagið

   

  Ef þú þarft að sitja í lengri tíma. Þá getur verið gott að stunda líkamsrækt um leið og þú hefur tækifæri til. Þó þú náir ekki nema 25-30 mínútum eða minna þá dregur það úr neikvæðum áhrifum kyrrsetu.

   

  Hreyfingin sem þú stundar þarf ekki að vera svo erfið að þú getir ekki gengið daginn eftir. Meðalerfið líkamsrækt dugar en það getur verið rösk ganga, yoga eða garðsláttur.

   

  Hér má lesa rannsóknina í heild sinni: http://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(16)30370-1/fulltext

   

  Mynd að ofan Shutterstock

  Svona eykur þú framleiðni

  Flestir hafa heyrt um að rafborð séu góð fyrir líkamann. Ný rannsókn bendir til að vinna við rafmagnsborð auki einnig framleiðni starfsmanna.

  Skoðuð var framleiðni í símasölu yfir sex mánaða tímabil og í ljós kom að þeir sem voru við rafmagnsborð skiluðu 46% meiri framleiðni. Framleiðnin jókst þó ekki fyrr en að starfsmenn höfðu haft rafmagnsskrifborð í rúman mánuð.

  Það sem er ódýrt í byrjun getur reynst dýrt til lengdar.

  Rannsakendur vona að rannsóknin sýni fyrirtækjum fram á mikilvægi þess að fjárfesta í hækkanlegum borðum. Þrátt fyrir aukin kostnað í upphafi.

  Að auki fundu 75% þátttakenda fyrir jákvæðum líkamlegum breytingum við að skipta yfir í rafborð.  

  Rannsóknin náði yfir 167 starfsmenn á einum vinnustað og því var ekki notast við slembiúrtak. Ætlun rannsakenda er að halda áfram að skoða áhrif rafborða á árangur í starfi.

  Hér getur þú lesið þig nánar til um hvernig þú getur látið hæðarstillanlega borðið þitt nýtast þér sem best.

   

   

  Heimild: Sciencedaily

  Rannsókn: Gregory Garrett, Mark Benden, Ranjana Mehta, Adam Pickens, Camille Peres, Hongwei Zhao. Call Center Productivity Over 6 Months Following a Standing Desk Intervention. IIE Transactions on Occupational Ergonomics and Human Factors, 2016; 00.

  Svona stundar þú núvitund í vinnunni

  Þú mætir í vinnuna. Með næga orku og veist nákvæmlega hvað þú ætlar að gera í dag. Svo eins og hendi sé veifað ertu heima aftur og níu klukkustundir hafa liðið en þú áorkaðir einungis hluta af því sem þú ætlaðir þér. Sennilega manstu ekki heldur allt sem þú gerðir í dag.

  Ef þú kannast við þetta ekki hafa áhyggjur, það lenda flestir í þessu.

  Rannsóknir benda til að um 47% af vakandi tíma dagsins fari í að hugsa um eitthvað annað en það sem þú ert að gera.

  Jákvæðu fréttirnar eru þær að þú getur þjálfað einbeitingu þína með því að innleiða núvitundar æfingar inn í vinnudaginn.

  Fyrsta skrefið er að byrja daginn á réttri öndun

  Líkaminn losar mest af streituhormónum á fyrstu mínútunum eftir að þú vaknar. Vegna hugsana um daginn sem er framundan.

  Hvað er til ráða?

  Eftir að þú vaknar notaðu fyrstu tvær mínúturnar við núvitundar öndun. Þegar hugsanir kvikna um daginn framundan slepptu takinu af þeim og fylgstu með andardrættinum.

  Næst þegar komið er á skrifstofuna. Taktu nokkrar mínútur á skrifstofunni eða í bílnum fyrir utan vinnustaðinn frá fyrir stutta núvitundar æfingu.

  Lokaðu augunum, sittu upprétt. Taktu eftir líkamanum og reyndu að sleppa takinu af öllu því sem yfirtekur huga þinn. Segðu einfaldlega við þig í hljóði, þetta eru hugsanir og fylgstu með andardrættinum. Taktu eftir allri upplifun. Ímyndaðu þér að þú sért áhorfandi. Fylgstu með hvernig er að vera í þessum líkama á þessum stað núna?

  Síðar í dag mun líklega allt fara á fullt og allskyns tímaþjófar munu reyna að fanga athygli þína.

  Ástundun núvitundar styrkir einbeitingu og vitund.

  Með einbeitingu er átt við hæfni til að festa sig í því verkefni sem þú ert að vinna að hverju sinni.

  Vitund er sú hæfni að taka eftir og sleppa takinu á því sem afvegaleiðir þig. Afleiðingin er sú að þú forgangsraðar betur og hefur betri yfirsýn. Núvitund í starfi er að notast við einbeitingu og vitund í daglegu amstri. Einbeita sér að verkefninu sem er fyrir framan þig og sleppa takinu á innri og ytri truflunum. Á þennan hátt hjálpar núvitund þér að auka skilvirkni, fækka mistökum og ýtir undir sköpun.

  Stoppaðu við annað slagið seinnipart dags

  Eftir því sem líða tekur á daginn byrjar hugurinn að þreytast. Minntu þig á annað slagið að stoppa við og fylgjast með andardrættinum.

  Mundu svo eftir því að lokum að skilja vinnunna eftir í vinnunni þegar heim er komið. Með því að huga aftur að andardrættinum á leiðinni heim.

  Núvitund er ekki keppni og ekki heppni

   

  Það ber að varast að líta á núvitund sem leið að einhverju marki. Núvitund er einfaldlega að taka eftir því sem er og ein afleiðing af því er að þú munt vera skilvirkari í bæði lífi og starfi. Við erum alltaf að rembast við að gera hitt og þetta. Svo okkur veitir ekki af því inn á milli að staldra við og bara taka eftir.

   

  Håg Capisco er líklega einn af fáum skrifstofustólum sem henta vel til hugleiðslu. Sjálfur hef ég hugleitt í þessum stól í vinnunni. Ekki segja yfirmanni mínum það samt. Lögun stólsins færir þig í upprétta stöðu. Byrjaðu á því að fara úr skónum, lengdu setuna og þú getur farið í lótus eða bara setið með hæla í gólfi og í uppréttri stöðu.

   

   

   

   

   

  Grein þessi er byggð á grein frá Harvard Business Review

  Þýðing og lokaorð:

  Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG og áhugamaður um hugleiðslu. 

  Efsta mynd frá Shutterstock myndabanka.