Pöntunarlisti

  Pöntunarlisti

  0 Vörur  - 0 kr

  Hvað kostar góður skrifborðsstóll?

  Þú getur keypt þér skrifborðsstól fyrir um 30 þúsund krónur. Verði svoleiðis stóll fyrir valinu er allt eins líklegt að þú munir standa aftur á byrjunarreit að leita þér að nýjum stól innan tveggja ára. En hvað kostar góður skrifborðsstóll? Það er stóll sem endist og hjálpar þér að halda góðri setustöðu og á hreyfingu meðan setið er.

   

  Of ódýrir skrifstofustólar geta verið dýrari til lengdar

  Líklegt er að ódýrir skrifborðsstólar séu óvandaðir og passi þér ekki í stærð sem veldur því að stóllinn ýti undir ranga setustöðu. Slíkt til lengri tíma getur valdið krónískum stoðkerfisvandamálum og jafnvel breytt líkamsstöðu þinni til hins verra. Oft eru svoleiðis stólar ekki með samhæfða hreyfingu baks og setu sem þýðir bara eitt stóllinn mun halda þér í kyrrsetu. Kyrrseta hefur verið tengd við fjöldan allan af sjúkdómum svo sem hjartasjúkdóma, ýmsar tegundir af krabbameini og sykursýki 2. Rekja má kyrrsetu beint til 3,8% allra dauðsfalla í heiminum í dag.

  Hvaða eiginleika hefur góður skrifborðsstóll?

  Stuðning við mjóbak

  Hæðarstillanlegt bak eða stillanlega hæð á mjóbakspúða

  Stillanleg setudýpt til að hafa áhrif á stuðning við mjóbak og undir læri

  Stillanlega arma sem ættu að vera aftarlega til að þú komist sem næst borðinu

  Samhæfð hreyfing baks og setu hvetur þig til hreyfinga

  10 ára ábyrgð, þú vilt fjárfesta í stól sem endist og er ekki að bila/slitna hratt.

  Viðbót: Til að stóllinn nýtist sem best er best að vera með hækkanlegt skrifborð

  Svo þú getir hvílt olnboga í réttri hæð á borðinu miðað við setustöðu hverju sinni og í mismunandi hæð í setustöðu og að geta staðið inn á milli.

  Verðkönnun 22.febrúar 2018

  Við rannsókn á netinu eftir skrifborðsstólum sem standast ofangreindar kröfur þá fundum við eftirfarandi stóla í stafrófsröð, stólarnir eru ekki allir eins í gæðum og eiginleikum heldur eru hér settir fram stólar sem standast ofangreindar kröfur sem við teljum að skrifborðsstólar þurfi til að geta talist "góðir".

  Alu Medic verð frá 196.900

  ErgoMedic 100 línan skrifborðsstólar verð frá 169.900

  Håg Capisco 8106 Góð kaup verð 113.832

  Håg Futu Góð Kaup 59.900

  Håg Sofi netbak verð 129.900

  Håg 5500 Góð kaup verð  89.900

  Håg 9220 tilboðsverð 195.000 (almennt verð 234.188)

  Herman Miller Aeron Remastered verð 312.375

  Herman Miller Embody verð 373.920

  Herman Miller Mirra 2 verð 237.375

  RH Mereo verð 124.992

  Verð voru skoðuð þann 22.febrúar 2018 og eru með vsk.

  Athygli vekur að Herman Miller stólar eru hærri í verði en aðrir stólar á listanum. Við skoðun á verði þeirra má sjá að t.d. í Bretlandi hjá Back 2 er um 15% verðmunur á Håg og Herman Miller en á Íslandi er munurinn um 68%*. Einhverra hluta vegna eru verð á Herman Miller stólum hærri á Íslandi en annarstaðar hjá nágrannalöndunum. Håg skrifborðsstólar eru einnig aðeins lægra verði á Íslandi heldur en í Bretlandi.

  Af þeim skrifborðsstólum sem hér eru taldir vera góðir þá eru verðin:

  Hjá Eg Skrifstofuhúsgögnum frá 59.900

  Hjá Hirzlunni frá 169.900

  Hjá Pennanum frá 237.375

  Ástæðan fyrir að lægsta verð hjá EG Skrifstofuhúsgögnum er svo mikið lægra er að Håg Futu er eini stóllinn á markaðnum sem er með öllum nauðsynlegum stillingum og 10 ára ábyrgð. Flestir stólar á þessu lága verðbili eru með mest 5 ára ábyrgð.

  Af þeim 11 skrifborðsstólum sem teknir voru inn í verðkönnun þessa er meðalverð á stólunum 181.636 kr með vsk. Góður skrifborðsstóll kostar því í flestum tilfellum aðeins meira en nýr Iphone eða Samsung sími og mun líka endast þér mun lengur.

   

  *Borin voru saman verð á 4 týpum hjá bæði Håg og Herman Miller sem eru bæði seld hér innanlands og í sömu verslun Back 2 í Bretlandi. Herman Miller: Sayl, Embody, Mirra 2 og Aeron Remastered borin saman við håg Futu, 9220, Sofi og Capisco. Öll verð sem borin voru saman eru almenn verð en ekki tilboðsverð. 

   

  Heimildir:

  The Potential Yield of Non-Exercise Physical Activity Energy Expenditure in Public Health

  All Cause Mortality Attributive to Sitting Time

  Back 2 í Bretlandi (https://www.back2.co.uk/

  Hirzlan vefsíða 22.febrúar 2018 (hirzlan.is)

  Penninn vefsíða 22.febrúar 2018 (penninn.is) 

  Skilgreining: Þegar hér er talað um “góðan skrifborðsstól” er átt við stól sem hefur allar helstu heilsuvænar stillingar sem hjálpa þér að ná góðri setustöðu og fá réttan stuðning í leiðinni. Góður skrifborðsstóll þarf líka að ýta undir hreyfingu og hafa minnst 10 ára ábyrgð á undirstelli. 

  Ábyrgðir á stólum á listanum: Herman Miller skrifborðsstólar eru með 12 ára ábyrgð og 5 ára ábyrgð á neti, hæðarpumpu og armpúðum. Håg skrifborðsstólar eru með 10 ára ábyrgð á öllum varahlutum og Alu og Ergo Medic eru með 10 ára ábyrgð en 5 ára á neti, pumpu og dondola kerfi. 

   

  Myndir eru úr myndabanka Shutterstock

   

  -Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG Skrifstofuhúsgögn