Vöruleit

Pöntunarlisti

Pöntunarlisti

0 Vörur  - 0 kr

Áhugaverðir straumar á skrifstofunni árið 2019

 

Sjáðu myndir frá birgjum okkar og þá strauma sem vöktu athygli á nýlegri sýningu Orgatec í Þýskalandi.

Afdrep í ýmsum stærðum með góðri hljóðvist og öndun. Er símaklefinn að vakna til lífsins aftur í nýju formi?

 Silent Cube sló mest í gegn á sýningunni hjá Furniko og voru gestir sammála um góða hljóðvist sem fundarkubburinn bauð upp á og hve vel kubburinn var hannaður þannig að vel lofti um rýmið. 

Snjöll húsgögn eru að riðja sér til rúms

Nýjar vörur úr línu Actiu Next eru nú orðin snjöll. Nú er hægt að fá borð og stóla sem geta safnað saman upplýsingum um notkun með það að markmiði að auka heilsu notandans. Meðal upplýsinga sem safna má eru líkamsstaða, loftgæði, lýsing og hljóðmengun.

  

Plöntur notaðar sem skilrúm

Nanóplötur eru komnar á markað

Borðplötur sem setja alveg nýja staðla þegar kemur að slitsterkum borðfleti, vatnsþolin, slitsterkari, hitaþolnar og mjúkar viðkomu. 

 Ný kynslóð felliborða Talent, fjölhæf, hæðarstillanleg og hægt að skrifa á þau

 Talent er fjölhæft felliborð sem þú getur lagt saman, lyft upp, fært til og lagt upp við önnur borð til að spara geymslupláss. Borð sem getur hentað vel fyrir tilfallandi vinnustöðvar

Whass stólalína, fjölhæf vörulína fyrir ólík rými, sjö mismunandi útgáfur, ofur staflanlegur

Smelltu á mynd til að sjá bækling

Noom, ný sófalína, sem hressir upp á fundarrými og önnur setusvæði