Pöntunarlisti

  Pöntunarlisti

  0 Vörur  - 0 kr

  Umhverfismál

  Umhverfisstefna EG Skrifstofuhúsgagna

   

  EG Skrifstofuhúsgögn átta sig á þeirri gífurlegu ábyrgð sem fylgir því að reka húsgagnafyrirtæki. Stefna okkar er því að vera með:

  Umhverfisvænar vörur

  Allir okkar birgjar þurfa að standast ítarlegar kröfur okkar um umhverfisvernd. Þá er farið yfir hvort vörur innihaldi skaðleg efni, kolefnisfótspor, umhverfisstaðla og umhverfisstefnu birgja.

  Umhverfisvænn rekstur

  -Leitast er við að notast við umhverfisvæn efni í viðgerðum og við alla smíði

  -Húsgögn sem ekki seljast eru seld á niðursettu verði eða í sumum tilfellum gefin.

  -Rafmagn sparað. Búið er að skipta að miklu leyti yfir í Led ljósaperur.

  -Pappír er sparaður og allur pappír sem notast er við er endurunninn. Leitast er við að notast sé við bæklinga og verðlista á tölvutæku formi.

  -Allir birgjar okkar þurfa að standast okkar kröfur um umhverfisvernd. Allar vörur eru með umhverfisvottanir.

  Fyrirmyndar sorpflokkun

  -Allt rusl er flokkað innanhúss. Bylgjupappa er safnað, flöskum, plasti og pappír.

  Hvernig skiptir þetta mig máli?

  Húsgögn geta haft í för með sér nokkuð umhverfissfótspor á jörðina, þau geta innihaldið skaðleg efni sem eru bæði skaðleg fyrir umhverfið og fólk sem þau nota og útblástur við framleiðslu þeirra getur verið mikill.

  Sem dæmi má nefna að skaðlega efnið formaldehyde er að finna í húsgögnum, sófum og stólum. Sýnt hefur verið fram á að efnið getur ýtt undir áhættu á ýmsum tegundum krabbameins.

  Áfram verður leitast við að bæta og finna umhverfisvænni leiðir í átt að grænni framtíð.  

  Umhverfisstefna birgja

   Allir okkar birgjar standa framarlega í umhverfismálum, hér að neðan má lesa sig til um umhverfisstefnu þeirra. 

  Mynd af verksmiðju Actiu sem er einn af okkar stærstu birgjum en verksmiðjan er sjálfbær með vatn og rafmagn. 

   

  Umhverfisstefna HÅG

   Að skapa meira úr minna

  Hvernig?

  Nota léttari efni

  Nota minna efni.

  Nota góð efni. Efni sem skaða ekki umhverfið og hafa lág umhverfis fótspor.

  Að vörur hafi lengri líftíma.

  Endurnýtanlegar vörur.

   

  Lágmarka á umhverfisáhrif með því að:

  1.Minnsta mögulega umhverfisfótspor

  2.Notast ekki við spilliefni

  3.Draga úr notkun á óendurvinnanlegum efnum

   Sjá nánar hér: http://www.hag-uk.co.uk/web/sustainability-pioneer-uk.aspx 

   

  Umhverfisstefna ACTIU

  Actiu er framleiðandi sem leggur mikla áherslu á umhverfisvæna hönnun. Þannig eru höfuðstöðvar þeirra á Spáni hannaðar með sjálfbærni að leiðarljósi sem og öll vöruþróun. Sjá má myndband um umhverfisvænar höfuðstöðvar ACTIU hér að neðan. 

   

  Umhverfisstefna FURNIKO

  Notast við minni orku við framleiðslu.

  Tryggja að vörur hafi langan líftíma.

  Lágmarka umhverfisfótspor.

  Sjá betur hér: http://www.furniko.com/furniko-ecology/ 

   

  Umhverfisstefna TRONHILL

  Setja sjálfbæra þróun í forgang

  Langur líftími vöru

  Bjóða upp á vörur sem hafa ekki neikvæð áhrif á umhverfið

  Kolefnisjöfnun

   

  Sjá nánar hér: http://tronhill.com/en/darni-pletra/