Lýsing
Silent Cube hljóðeinangrandi klefarnir bjóða upp á margvíslega notkunarmöguleika. Hljóðeinangrandi klefarnir koma í þremur mismunandi flokkum:
Símaklefi: hannaður fyrir símtöl, myndfundi eða stuttar vinnulotur. Innra rými klefans sem er 100 x 100 cm er stærra heldur en í flestum samskonar símklefum sem fáanlegir eru á markaðnum. Stærð klefans gerir notendum kleift að nota vinnuvistfræðilegan stól inni í klefanum til að auka þægindi. Símaklefarnir eru búnir rafmagni og margmiðlunartenglum og eru með hæðarstillanlegu borði og hægt er að velja um sitjandi eða standandi stöðu.
Fundarklefi: hannaður fyrir fundi fyrir 4 – 6 manns. Fundarklefarnir eru útbúnir rafmagni og margmiðlunartenglum og hægt er að bæta við sjónvarpi eða skjám fyrir kynningar og myndfundi.
Einbeitingarklefi: hannaður fyrir vinnulotur sem krefjast einbeitingar. Stór glerveggur hjálpar til við að fá dagsbirtu inn í klefann og bólstraðir veggir bæta hljóðvist sem gerir einbeittar vinnulotur mjög þægilegar inni í klefanum. Stærð klefans gerir það kleift að hægt er að hafa hæðarstillanleg borð og vinnuvistfræðilegan stól inni í klefanum fyrir aukin þægindi. Við mælum með skrifborði í breiddinni 140 cm. Einbeitingarklefarnir koma með rafmagni og margmiðlunartenglum.
Klefarnir eru sérpöntunarvara og afhendast samkvæmt samkomulagi.
Fyrir nánari upplýsingar má skoða bækling hér:
Silent Cube bæklingur